Söngkeppni Framhaldsskólanna 2020

Íþróttahöllin á Akureyri 26. september

Söngkeppnin er stærsti einstaki viðburðurinn í félagslífi framhaldsskólanema á Íslandi ár hvert og hefur fest sig vel í sessi á 30 árum.

Keppnin hefur gegnum árin verið stökkpallur fjölmargra listsmanna fram á sjónarsviðið og hafa margir þekktir tónlistarmenn stigið sín fyrstu skref á sviði söngkeppninnar, m.a. Salka Sól, Páll Óskar, Emilíana Torrini, Hjaltalín, Glowie, Birgitta Haukdal, Aron Hannes, Eyþór Ingi og ótalmargir fleiri. Verður árið 2020 þitt stóra ár?

Staður og stund

Keppnin fer fram í Íþróttahöllinni á Akureyri laugardagskvöldið 26. september 2020 en fresta þurfti keppninni vegna Covid-19 faraldsins. Þetta er í 10. skipti sem keppnin fer fram á Akureyri, en keppnin fagnar jafnframt 30 ára afmæli sínu.

Tilvalið fyrir menningarferð

Sömu helgi og keppnin fer fram verður ýmislegt um að vera á Akureyri, svo sem leiksýningar, listsýngar og fleira. Þá verður á laugardagskvöldinu, að lokinni keppni, haldið ball í Íþróttahöllinni á Akureyri þar sem verður 16 ára aldurstakmark.

Miðasala

Miðasala er nú hafin á þessa frábæru keppni og fer salan fram á tix.is. Nælið ykkur í miða áður en þeir klárast:

image:/files/png/tix.png